Ársreikningur
Rekstur Golfklúbbsins Keilis var á góðu róli á síðasta rekstrarári afkoman svipuð einsog áætlanir gerður ráð fyrir. Þó var mikil aukning í tekjum milli ára vegna lengra rekstrartímabils veitingasölunnar og bættrar afkomu æfingasvæðisins.
Tekjur á árinu 2024 voru 474,8 mkr. samanborið við 408,9 mkr. árinu áður. Gjöld voru 445,9 mkr. samanborið við 382,6 mkr. á árinu 2023. Tekjur jukust þannig um 16% á móti kostnaði sem jókst um 17%. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) var 28,9 mkr. á árinu 2024 samanborið við 26,3 mkr. árinu áður.