Leiknir hringir
Golfárið fer seint í sögubækurnar sem annað en erfitt golfsumar því veðurguðirnir voru ekki hliðhollir kylfingum. Hvaleyrarvöllur var opinn í 154 daga í ár og á þessum dögum voru leiknir 34.304 hringir, sem er nánast sami fjöldi og árinu áður (34.194). Það er ekkert launungamál að við spilum mikið golf hér í Keili. Meðaltal spilaðra hringa per félagsmann voru rúmlega 17 hringir í sumar og samtals voru 745 félagsmenn sem léku 15 hringi eða fleiri á Hvaleyrarvelli.
Á Sveinskotsvelli heldur aðsóknin áfram að aukast. Í ár voru leiknir 12.279 hringir miðað við 11.131 hringi frá árinu áður.
Hvernig er skiptingin?
Hér fyrir neðan er hægt að sjá annars vegar hvernig leiknir hringir skiptast á milli karla og kvenna og hinsvegar félagsmanna Keilis og annarra. Einnig er hægt að sjá skiptingu á milli vallanna okkar, Sveinskotsvallar og Hvaleyrarvallar.
Að lokum má sjá hvernig rástímabókanir skiptast á milli bókaðra tíma, móta og lokana.