Skýrsla íþróttastjóra

Árið 2024 var viðburðarríkt hjá Íþróttastarfinu í Golfklúbbnum Keili.

Margt gekk vel og við stöndum frammi fyrir góðu tækifæri á að byggja upp Íþrótta- og Afrekstarf í fremstu röð á Íslandi. Sú umgjörð sem hefur verið byggð síðustu ár með tilkomu Siðareglna Keilis, nýrra viðbragðsáætlana, jafnréttis- og forvarnarstefnu sem hafa verið mótaðar síðustu ár er íþróttin orðin algengari öllum sem vilja iðka íþróttina óháð bakrgrunni hjá Golfklúbbnum Keili.

Með þessum grunni, árangri sumarsins og nýjum starfskrafti er óhætt að segja að hlutirnir séu að færast í rétta átt. Eftir sumarið fjölgaði Keiliskylfingum í landsliðsæfingahópum, báðar meistaraflokkssveitir klúbbsins spiluðu til úrslita á Íslandsmóti Golfklúbba og hefur þáttaka innan starfsins aukist.

Þó að gengið hafi vel og starfið sé á góðum stað eru mikilvæg verkefni framundan á árinu 2025 til að halda góðum dampi. Eitt markmið starfsins 2025 er að auka sjálfstæði barna og unglinga á golfvellinum með tengingu æfinga við leikinn sjálfan, tíðari spilaæfingum, og betri menntun barna og foreldra á praktískum atriðum í leik og keppni til að undirbúa þau betur undir spil og keppni.

Einnig er mikilvægt að fullmóta og birta stefnu með markmiðum, áætlunum, viðmiðum og verkferlum í þjálfun æfingahópa og einstaklinga í starfinu. Þessi stefna þarf að taka tillit til þarfir og markmið iðkenda, og vera í samræmi við áherslur þjálfara klúbbsins og afreksstefnu GSÍ.

Framtíðin í íslensku golfi er björt, ekki síðst hjá Golfklúbbnum Keili.

 Barna og unglingastarf 2024

Barna og unglinastarf Keilis býður alla velkomna til að æfa golf.

Golfklúbburinn Keilir er með einn flottasta og vinsælasta Golfleikjaskóla landsins þar sem yfir 200 læra að leika sér í golfi hvert sumar. Þetta er frábær vettvangur fyrir forvitna krakka að prófa leikin undir leiðsögn leiðbeinenda úr unglinastarfi klúbbsins.

Klúbburinn býður uppá æfingar fyrir iðkendur 6-10 ára þar sem undirstöðu atriði leiksins eru kennd af meiri festu. Þar vinna leikmenn með PGA leiðbeinendum en leikir og vellíðan á æfingum eru enn algjört forgangsatriði í þessum æfingahóp.

Frá 11-14 ára aldri beinum við áhuga krakkana að leika sér í golfi meira á golfvöllin sjálfan með spilatengdum æfingum og æfingar með beinni tengingu við spil á velli. Markmið æfinga á þessum aldri er búa til aukið sjálfstæði krakkana til þess að æfa sig, skrá sig á rástíma, klára golfhring, skrá inn skor og lækkað forgjöf.

15-18 ára byrjar afreksvæðing þeirra sem hafa áhuga á að keppa í golfi. Þetta er stórt stökk frá þjálfun 14 ára og yngri en kylfingar fá þá val um að mæta á æfingar í hugar- og styrktarþjálfun samhliða golfþjálfun.

Hafi 18 ára einstaklingar ekki náð meistaraflokksforgjöf eða áhuga að keppa er hægt að mæta á golfæfingar Keilis með fyrsta flokki til 23 ára aldurs.

 Afreksstarf

Golfklúbburinn Keilir stefnir að því að vera með þjálfun í fremstu röð í Íslensku golfi. Við bjóðum upp á þjálfun einstaklinga og æfingahópa í öllum þáttum leiksins og stefnum á stöðugar bætingar allt árið um kring.

Þeir sem teljast hluti af afreksstarfi Keilis eru þeir sem eru hluti af æfingahópum Keilis og keppa á mótaröðum GSÍ fyrir hönd Keilis í flokkum 15-18 ára, 19-23 ára og meistaraflokka.

Þjálfun í Afreksstarfi Keilis fylgir þremur tímabilum, Utan, Undirbúnings og Keppnistímabilum en þjálfarar leggja mismunandi áherslur í þjálfun kylfinga eftir þessum tímabilum til þess að hámarka árangur yfir Íslenska keppnistímabilið.

Með því að mæta á æfingar hjá golfklúbbnum Keili fær iðkandi heildræna þjálfun með reynslumiklum og menntuðum þjálfurum sem skilar hámarks árangri innan sem utan vallar.

 Almennt starf

Í almennri kennslu hafa sjaldan verið fleiri sem sækja þjónustu í Hraunkoti. Golfkennararnir okkar hafa átt annasamt ár í bæði einka, para og hópakennslum.

Þá gengu nýliðanámskeiðin fyrir hönd klúbbsins einstaklega vel en á námskeiðunum var sett aukin áhersla á spilaþjálfun og kennsla á hvernig hægt sé að nýta sér rafræna þjónustu klúbbsins til hins ýtrasta.

Utan þeirrar þjónustu sem boðið er uppá í golfkennslu eru æfingaraðstöður klúbbsins nýttar til fulls hjá meðlimum sem æfa sig á eigin vegum. Slegnar kúlur í hverjum mánuði hafa aldrei verið fleiri á æfingasvæði Hraunkots og bókanir í Golfherma eru alltaf að aukast.

Í Hraunkoti er stöðugt verið að uppfæra æfingaraðstöðurnar og reynt að gera aðgengi og gæði svæðisins meiri með hverju ári.

Áfram Keilir,
Birgir Björn Magnússon íþróttastjóri Keilis