Tilnefningar til íþróttamanns Hafnarfjarðar vegna íþrótta og viðurkenningarhátíðar fyrir árið 2024

Axel Bóasson: Axel eyddi mestum hluta ársins í meðal 1000 bestu kylfingum á heimslista atvinnumanna og var þar um tíma efstur allra Íslenskra leikmanna. Axel var með keppnisrétt á Challenge Tour mótaröðinni í Evrópu yfir árið en besta frammistaða hans var í “The Danish Challenge” mótinu í Óðinsvé þar sem Axel endaði í 37 sæti af 155 keppendum. Hér heima spilaði Axel einungis á tveimur mótum yfir sumarið en það var Korpubikarinn og Meistaramót Keilis en Axel vann bæði þau mót. Keilir vill óska Axeli til hamingju með annað tímabil sem einn af allra færustu kylfingum golfsögunnar á Íslandi en hann hefur lagt kylfurnar á hillurnar í bili.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir: Guðrún er efst allra kvenna á heimslista atvinnukylfinga en hún átti eitt af sínum bestu tímabilum en hún stendur eins og er í sæti 913. Heima á Íslandi vann Guðrún Korpubikarinn og spilaði lykilhlutverk fyrir kvenna sveit Keilis í Íslandsmóti Golfklúbba en sveitin vann þar til silfurverðlauna. Guðrún náði sínum besta árangri á LET Access mótaröðinni þegar hún lenti í fjórða sæti á Hautz De France og Lavaux Ladies Open. Guðrún endaði tímabilið í 21 sæti á stigalista mótaraðarinnar og hefur tækifæri til tryggja sér keppnisrétt á sterkustu mótaröð evrópu í kvennagolfi með áframhaldandi góðu gengi.