Eldri kylfingar – 65+
Eins og undanfarin sumur var haldin mótaröð Keilisfélaga 65 ára og eldri.
Starfshóp um mótaröðina skipa Már Sveinbjörnsson, Lucinda Grímsdóttir, Björk Ingvarsdóttir, Erna Jónsdóttir, Gunnar Hjaltalín og Þórir Gíslason. Einnig störfuðu með hópnum Ólafur Þór Ágústsson og Vikar Jónasson ásamt öðrum starfsmönnum Keilis, eftir því sem við átti.
Mótaröðin eru 7 punktamót, haldin á fimmtudögum, dreift á sumarið og eins og undanfarin tvö sumur var keppt við jafnaldra í golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar (GKG) og leikið heima og að heiman.
Mótsdagar voru eftirfarandi sumarið 2024:
13. júní, 20. júní, 17. júlí á Leirdalsvelli, Garðabæ, 27. júlí, 1. ágúst , 15. ágúst, 22. ágúst með gestum frá GKG og 12. september. Mótið 15. ágúst var fellt niður vegna veðurs og urðu keppnisdagar sumarsins 6 í stað 7.
Mótin eru safnmót þannig að með þátttöku í þeim safna kylfingar stigum samkvæmt frammistöðu sinni í hverju móti fyrir sig og telja fjögur bestu mót hvers kylfings eftir sumarið til verðlauna. Stig fyrir hvert mót reiknast þannig:
1. sæti = 100 stig, 2. sæti = 80 stig, 3. sæti = 70 stig, 4. sæti = 60 stig, 5. sæti = 50 stig, 6. sæti = 40 stig, 7. sæti = 30 stig, 8. sæti = 20 stig, 9. sæti = 10 stig og 10. sæti = 10 stig.
Ef tveir kylfingar eru jafnir að stigum í lok mótaraðarinnar gildir hærra skor í síðasta móti til sætis, eða næsta móti á undan, ef leikmenn hafi ekki tekið þátt í síðasta móti og svo framvegis.
Þátttakendur í mótaröðinni greiddu 2.000 kr. mótsgjald í hvert mót, 1.000 krónur voru fyrir súpu og brauð eftir hvert mót og 1.000 krónur, sem gengu til verðlauna fyrir árangur í mótinu og heppni í slembiúrtaki á lokahófi. Afreksverðlaun eru inneignarbréf hjá Golfklúbbnum Keili og er hægt að nota þau í golfverslun, í veitingasölu Keilis og til að greiða upp í árgjöldin Keilis.
Fyrir 1. sæti kvenna og karla eru verðlaunin 45.000 krónur Fyrir 2. sæti karla og kvenna eru verðlaunin 20.000 krónur Fyrir 3., 4. og 5. sæti kvenna og karla eru verðlaunin 10.000 krónur.
Þátttaka í mótaröðinni í ár var dræm, enda veðurfar sumarsins með lakasta móti til golfleiks. Í ár léku 68 kylfingar samanlagt í öllum mótunum á móti 92 í fyrra. Samanlagt voru leiknir 167 hringir á móti 274 hringjum í fyrra. Meðalþátttaka í mótum sumarsins voru 28 kylfingar. Þar af léku 3 í öllum 6 mótunum, 3 kylfingar í 5 mótum, 9 kylfingar í 4 mótum og 16 kylfingar í 3 mótum. Aðrir léku í færri mótum.
Í vinamótum Golfklúbbsins Keilis og Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar (GKG) var keppt um farandbikar, sem Keilir gaf og keppt var um í fyrsta sinn 2023.
Úrslit urðu að GKG vann farandibkarinn í annað sinn, en úrslit urðu:
Á Leirdalsvelli 17. júlí, GKG 825 punktar, Keilir 750 punktar.
Á Hvaleyri 22. ágúst, GKG 728 punktar, Keilir 750 punktar.
Samtals: GKG 1.553 punktar og Keilir 1.501 punktar.
Ákveðið var að hafa lokahóf mótaraðarinnar í vikunni eftir síðasta mótið til að gefa kylfingum tækifæri á að leika síðasta dag mótaraðarinnar hvenær sem þeim hentaði dagsins og veita betra svigrúm til að taka saman niðurstöður mótaraðarinnar.
Þess vegna var lokahófið ákveðið miðvikudaginn 18. september, kl 19:00. Skráning í lokahófið hófst mánudaginn 16. september.
Mæting í lokahófið var frá kl 18:30 og mættu 28 kylfingar og 2 gestir.
Már setti hófið kl. 19:00 með stuttu ágripi um mótahald sumarsins. Eftir ávarpið báru Hrefna og starfsfólk hennar fram aðalréttinn, “hægeldaðar, fylltar kjúklingabringur með gómsætu meðlæti”. Þátttakendur keyptu sér sjálfir drykki í lokahófinu.
Eftir aðalréttinn var verðlaunaafhending.
Eftirtaldi kylfingar hlutu verðlaun í motaröð Keilis 65+ sumarið 2024:
- sæti kvenna: Guðrún Steinsdóttir, 310 stig
- sæti kvenna: Gyða Hauksdóttir, 250 stig
- sæti kvenna: Bryndís Eysteinsdóttir, 250 stig
- sæti kvenna: Sigrún Ragnarsdóttir, 240 stig
- sæti kvenna: Kristbjörg Jónsdóttir, 230 stig
- sæti karla: Guðmundur Ágúst Guðmundsson, 230 stig
- sæti karla: Már Sveinbjörnsson, 220 stig
- sæti karla: Kristinn Þór Kristjánsson, 160 stig
- sæti karla Arnór K. Guðmundsson, 150 stig
- sæti karla: Hilmar Heiðar Eiríksson, 150 stig
Að lokinni verðlaunaafhendingu var borinn fram eftirréttur, heit súkkulaðikaka með ís.
Eftir borðhaldið var dregið, með slembiúrtaki, um glaðning til handa þeim, sem ekki unnu til afreksverðlauna.
Hrefnu og hennar starfsfólki var þökkuð góð þjóusta og lokahófinu formlega slitið.
