Gísli að hefja keppni á Sage Valley´s

2015-04-23T14:19:07+00:0023.04.2015|

Gísli að hefja keppni í sterku móti.  The Junior Invitational at Sage Valley´s mótið er mjög sterkt boðsmót, og gengur mótið undir nafninu Masters mót 18 ára og yngri. Með sigri sínum á Dukes mótinu síðastliðið sumar öðlaðist Gísli þátttökurétt á þessu geysisterka móti. Sage Valley er með glæsilegri golfvöllum og er hann einungis 5 min frá [...]

Golfskálinn fær andlitslyftingu

2015-04-21T15:24:39+00:0021.04.2015|

Árið 1993 opnaði golfskálinn okkar, þá strax voru keypt ný húsgögn sem hafa þjónað félögum Keilis í 22 ár, húsgögnin voru gjöf frá fyrirtæki í bænum. Nú í samstarfi við sama aðila höfum við endurnýjað alla stóla og borð í salnum. Salurinn er stórglæsilegur og mun fara vel um klúbbfélaga okkar og gesti vonandi næstu 20 [...]

Háskólagolf Rúnar og Guðrún Brá

2015-04-19T20:35:15+00:0019.04.2015|

Rúnar Arnórsson og Guðrún Brá Björgvinsdóttir hafa verið að leika með sínum liðum nú um helgina. Þau eru einsog flestir vita í Háskólum í Bandaríkjunum, Guðrún spilar fyrir Fresno State og Rúnar fyrir Minnesota. Nú er talsvert liðið á keppnisárið og styttist í að þau komi aftur á klakann, gaman verður að fylgjast með þeim í [...]

Pistill frá Bjarna Vallarstjóra

2015-04-16T16:45:03+00:0016.04.2015|

Veturinn í vetur hefur verið mun leiðinlegri en veturinn 2013-14… þ.e. fyrir okkur mannfólkið.  Hinsvegar hefur grasið ekki kvartað eins mikið undan rúmlega 40 lægðum.  Grasið er algerlega laust við sálfræðiflækjur sem fylgja gjarnan sólrýrum vetrarmánuðum, snjóþyngslum, roki og hláku.  Það sem skiptir grasið máli er að það sé ekki lokað undir klaka í lengri tíma.  [...]

Go to Top